Enski boltinn

Jói Berg spilaði allan leikinn gegn Celta Vigo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Jóhann Berg í leik með Burnley. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn er Burnley gerði 2-2 jafntefli við spænska liðið Celta Vigo á heimavelli sínum, Turf Moor, í kvöld.

Jóhann Berg komst í frábært færi í leiknum en varamarkvörðurinn Ruben Blanco varði frá honum.

Robbie Brady og Jeff Hendrick skoruðu mörk Burnley sem er að búa sig undir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley mætir Englandsmeisturum Chelsea á Stamford Bridge í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar annan laugardag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×