Okrað á fólki sem þjáist af glútenóþoli Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. ágúst 2017 13:15 Verðlagning á glútenlausum vörum, sem helst í hendur við tískuvæðingu þeirra, reynist glútenóþolssjúklingum erfið, að sögn Sóleyjar Bjarkar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns í Selíak- og glútenóþolssamtökum Íslands. Sóley Björk Guðmundsdóttir/Getty Stjórnarmaður í Selíak- og glútenóþolssamtökum Íslands segir tískuvæðingu glútenlauss lífstíls tvíeggjað sverð fyrir þá sem þjást af glútenóþoli. Hún segir vinsældir glútenlausra vara, á meðal þeirra sem ekki þjást af óþoli, valda fjölbreyttara vöruúrvali. Á móti komi þó að vinsældirnar hafa háa verðlagningu á vörunum í för með sér sem sé erfitt fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda.Sóley Björk Guðmundsdóttir á sæti í stjórn Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands.Sóley Björk GuðmundsdóttirSóley Björk Guðmundsdóttir á sæti í stjórn Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands en markmið samtakanna er að auka fræðslu um glútenlaust fæði og standa vörð um réttindi þeirra sem þjást af óþolinu. Selíak-sjúkdómurinn, eða glútenóþol, er krónískur meltingarfærasjúkdómur. Einkenni hans eru meðal annars kviðverkir, uppþemba og niðurgangur. Oft þarf mjög lítið magn af glúteni til að einkennin komi fram en sjúkdómurinn dregur einnig úr frásogi næringarefna sem getur leitt til vannæringar, ekki síst hjá börnum, að því er segir á Vísindavefnum.Hátt vöruverð afleiðing tískubylgjunnarSóley segir jákvæða þróun hafa orðið í úrvali á glútenlausum vörum í verslunum á Íslandi á síðustu árum og þá hafi líka orðið vitundarvakning í málaflokknum á matsölustöðum, sérstaklega í Reykjavík. Glútenlausar vörur eru þó afar dýrar og segir Sóley verðlagið skrifast á það að vörurnar séu nú í tísku á meðal neytenda sem ekki þjást af óþolinu. Verðlagningin reynist glútenóþolssjúklingum erfið. „Þegar tvö frosin, glútenlaus pítubrauð kosta 700 kónur og tvær tortillakökur 800 krónur þá hugsar maður sig tvisvar um. Það er lúxus að kaupa sér brauð á þessu verði og margir gera það ekki nema það sé sérstakt tilefni,“ segir Sóley sem telur glútenlaust hráefni ekki dýrara en önnur. „Málið er að hráefnin í glútenlausu vörurnar eru á svipuðu verði og venjulegt hveiti, ástæðan fyrir háu verði liggur því ekki þar. Glútenlausa „hveitið“ sem vörurnar eru bakaðar úr er oftast blanda úr kartöflusterkju, maíssterkju, hrísgrjónahveiti og tapíókasterkju, sem er allt mjög ódýrt mjöl.“ Verðið skrifar Sóley því alfarið á tískustrauma. „Ástæðan fyrir því kostnaðinum er einfaldlega markaðurinn, samkvæmt rannsókn sem var nýlega gerð í Finnlandi. Það að glútenlaus lífstíll sé kominn í tísku er tvíeggjað sverð fyrir okkur sem þurfum á glútenlausum vörum að halda. Það hefur aukið vöruúrvalið, en verðmiðinn hefur hækkað.“Glúten er prótín sem finnst í korntegundum, sérstaklega hveiti, byggi og rúgkorni. Glútenóþolssjúklingar geta því sjaldnast verslað í hefðbundnum brauðdeildum verslana.Vísir/GVAVill frekari niðurgreiðslu á matvöru fyrir þá sem þjást af glútenóþoliYfirvöld mættu jafnframt létta frekar undir með þeim sem þjást af glútenóþoli að mati Sóleyjar. Samkvæmt reglugerð niðurgreiða Sjúkratryggingar Íslands fæði fyrir börn með glútenóþol, en þó að hámarki 14 þúsund krónum á mánuði. „Það mætti komast mun betur til móts við okkur sem glímum við glútenóþol. Í flestum löndum í kringum okkur er þetta niðurgreitt að einhverju marki. Hér á landi er þetta aðeins niðurgreitt fyrir börn, sé óþolið staðfest af lækni, og upphæðin er talsvert lægri en í mörgum nágrannalöndum,“ segir Sóley. Hún nefnir jafnframt að merkingum á glútenlausum vörum sé ábótavant og að frekara samstarf þurfi með viðeigandi stofnunum til að ráða á því bót. „Gallinn hér á landi er oftar en ekki vanþekking. Það er reglugerð sem segir til um hvað þarf til að matur megi kallast glútenlaus og staðreyndin er að margir sem bjóða upp á glútenlausan kost vita ekki einu sinni að reglugerðin sé til. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu og búið til leiðbeiningar í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur til að auðvelda fólki í veitingageiranum að þjónusta þennan hóp.“Lítil mylsna getur komið í veg fyrir mætingu í vinnu næstu vikunaSóley nefnir þó sérstaklega að auðvitað séu búðir og matsölustaðir starfræktir hér á landi sem merki vörur sínar samviskusamlega. Þeir sem trassi merkingar séu iðulega að koma til móts við þann hóp fólks sem velur sjálft að forðast glúten frekar en af illri nauðsyn. „Þar er glútenlausi kosturinn hugsaður fyrir þá sem eru að forðast glúten af annarri ástæðu en til að halda heilsu, til dæmis til að grennast, og þá skipta lítil brauðmylsna eða smá hveiti litlu máli. Fyrir manneskju sem virkilega þarf að forðast glúten getur þessi mylsna komið í veg fyrir að viðkomandi geti mætt í vinnu næstu vikuna,“ segir Sóley. Þá er markmið Selíak- og glútenóþolssamtakanna að vitundarvakning verði í samfélaginu um mikilvægi þess að þeir sem greinst hafa með glútenóþol geti neytt matar á sanngjörnu verði og án mikilla vandkvæða. „Draumurinn er að fólk sem er greint með glútenóþol fái styrk frá ríkinu því það er alls ekki ódýrt að lifa með glútenóþol. Draumurinn er líka að geta farið út að borða án vandræða, að fólk með glútenóþol muni ekki þurfa að berjast á hverjum degi í mötuneytum í skólum og á vinnustöðum til að fá glútenlausan valkost.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Stjórnarmaður í Selíak- og glútenóþolssamtökum Íslands segir tískuvæðingu glútenlauss lífstíls tvíeggjað sverð fyrir þá sem þjást af glútenóþoli. Hún segir vinsældir glútenlausra vara, á meðal þeirra sem ekki þjást af óþoli, valda fjölbreyttara vöruúrvali. Á móti komi þó að vinsældirnar hafa háa verðlagningu á vörunum í för með sér sem sé erfitt fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda.Sóley Björk Guðmundsdóttir á sæti í stjórn Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands.Sóley Björk GuðmundsdóttirSóley Björk Guðmundsdóttir á sæti í stjórn Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands en markmið samtakanna er að auka fræðslu um glútenlaust fæði og standa vörð um réttindi þeirra sem þjást af óþolinu. Selíak-sjúkdómurinn, eða glútenóþol, er krónískur meltingarfærasjúkdómur. Einkenni hans eru meðal annars kviðverkir, uppþemba og niðurgangur. Oft þarf mjög lítið magn af glúteni til að einkennin komi fram en sjúkdómurinn dregur einnig úr frásogi næringarefna sem getur leitt til vannæringar, ekki síst hjá börnum, að því er segir á Vísindavefnum.Hátt vöruverð afleiðing tískubylgjunnarSóley segir jákvæða þróun hafa orðið í úrvali á glútenlausum vörum í verslunum á Íslandi á síðustu árum og þá hafi líka orðið vitundarvakning í málaflokknum á matsölustöðum, sérstaklega í Reykjavík. Glútenlausar vörur eru þó afar dýrar og segir Sóley verðlagið skrifast á það að vörurnar séu nú í tísku á meðal neytenda sem ekki þjást af óþolinu. Verðlagningin reynist glútenóþolssjúklingum erfið. „Þegar tvö frosin, glútenlaus pítubrauð kosta 700 kónur og tvær tortillakökur 800 krónur þá hugsar maður sig tvisvar um. Það er lúxus að kaupa sér brauð á þessu verði og margir gera það ekki nema það sé sérstakt tilefni,“ segir Sóley sem telur glútenlaust hráefni ekki dýrara en önnur. „Málið er að hráefnin í glútenlausu vörurnar eru á svipuðu verði og venjulegt hveiti, ástæðan fyrir háu verði liggur því ekki þar. Glútenlausa „hveitið“ sem vörurnar eru bakaðar úr er oftast blanda úr kartöflusterkju, maíssterkju, hrísgrjónahveiti og tapíókasterkju, sem er allt mjög ódýrt mjöl.“ Verðið skrifar Sóley því alfarið á tískustrauma. „Ástæðan fyrir því kostnaðinum er einfaldlega markaðurinn, samkvæmt rannsókn sem var nýlega gerð í Finnlandi. Það að glútenlaus lífstíll sé kominn í tísku er tvíeggjað sverð fyrir okkur sem þurfum á glútenlausum vörum að halda. Það hefur aukið vöruúrvalið, en verðmiðinn hefur hækkað.“Glúten er prótín sem finnst í korntegundum, sérstaklega hveiti, byggi og rúgkorni. Glútenóþolssjúklingar geta því sjaldnast verslað í hefðbundnum brauðdeildum verslana.Vísir/GVAVill frekari niðurgreiðslu á matvöru fyrir þá sem þjást af glútenóþoliYfirvöld mættu jafnframt létta frekar undir með þeim sem þjást af glútenóþoli að mati Sóleyjar. Samkvæmt reglugerð niðurgreiða Sjúkratryggingar Íslands fæði fyrir börn með glútenóþol, en þó að hámarki 14 þúsund krónum á mánuði. „Það mætti komast mun betur til móts við okkur sem glímum við glútenóþol. Í flestum löndum í kringum okkur er þetta niðurgreitt að einhverju marki. Hér á landi er þetta aðeins niðurgreitt fyrir börn, sé óþolið staðfest af lækni, og upphæðin er talsvert lægri en í mörgum nágrannalöndum,“ segir Sóley. Hún nefnir jafnframt að merkingum á glútenlausum vörum sé ábótavant og að frekara samstarf þurfi með viðeigandi stofnunum til að ráða á því bót. „Gallinn hér á landi er oftar en ekki vanþekking. Það er reglugerð sem segir til um hvað þarf til að matur megi kallast glútenlaus og staðreyndin er að margir sem bjóða upp á glútenlausan kost vita ekki einu sinni að reglugerðin sé til. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu og búið til leiðbeiningar í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur til að auðvelda fólki í veitingageiranum að þjónusta þennan hóp.“Lítil mylsna getur komið í veg fyrir mætingu í vinnu næstu vikunaSóley nefnir þó sérstaklega að auðvitað séu búðir og matsölustaðir starfræktir hér á landi sem merki vörur sínar samviskusamlega. Þeir sem trassi merkingar séu iðulega að koma til móts við þann hóp fólks sem velur sjálft að forðast glúten frekar en af illri nauðsyn. „Þar er glútenlausi kosturinn hugsaður fyrir þá sem eru að forðast glúten af annarri ástæðu en til að halda heilsu, til dæmis til að grennast, og þá skipta lítil brauðmylsna eða smá hveiti litlu máli. Fyrir manneskju sem virkilega þarf að forðast glúten getur þessi mylsna komið í veg fyrir að viðkomandi geti mætt í vinnu næstu vikuna,“ segir Sóley. Þá er markmið Selíak- og glútenóþolssamtakanna að vitundarvakning verði í samfélaginu um mikilvægi þess að þeir sem greinst hafa með glútenóþol geti neytt matar á sanngjörnu verði og án mikilla vandkvæða. „Draumurinn er að fólk sem er greint með glútenóþol fái styrk frá ríkinu því það er alls ekki ódýrt að lifa með glútenóþol. Draumurinn er líka að geta farið út að borða án vandræða, að fólk með glútenóþol muni ekki þurfa að berjast á hverjum degi í mötuneytum í skólum og á vinnustöðum til að fá glútenlausan valkost.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira