Enski boltinn

Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eitt það skrautlegasta við góðærið og útrásarvíkingana á síðasta áratug var West Ham-ævintýrið, þegar Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon keyptu enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Nú er West Ham komið til Íslands en liðið leikur gegn Manchester City á Laugardalsvelli á morgun klukkan 14.00.

Mark Noble hefur verið hjá West Ham allan sinn feril og er fyrirliði liðsins. Hann sagði við Vísi í dag að hann væri spenntur fyrir því að fá að spila á Íslandi.

„Ísland hefur verið að vaxa síðustu árin og er orðið frægt út af knattspyrnunni. Við hlökkum til að spila hér,“ sagði hann en hluta af viðtali sem var tekið við hann í dag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Noble man vel eftir Íslendingunum hjá West Ham og þá sérstaklega Eggerti Magnússyni sem var stjórnarformaður félagsins þegar félagið var í eigu Íslendinganna.

„Sá tími sem ég varði með Eggerti var mjög góður. Hann er með skemmtilegan persónulega og auðveldur í umgengni. Ég get þó sagt núna að þessi ár voru ekki þau bestu fyrir knattspyrnuliðið okkar.“

„En mér samdi alltaf vel við hann. Hann kom inn og eyddi peningum. Að vísu skildi hann við félagið í fjárhagslegum kröggum en þetta var áhugavert á meðan þessu stóð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×