Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Jökull Jörgensen, hjá Amadeus hársnyrtistofu, er einn fárra í stéttinni sem innheimtir sama gjald af konum og körlum. vísir/laufey „Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira