Innlent

Vesturlandsvegur opinn fyrir umferð á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vesturlandsvegi er lokað norðan Hvalfjarðarganga.
Vesturlandsvegi er lokað norðan Hvalfjarðarganga. vísir/stöð 2
Hringvegurinn, Vesturlandsvegur norðan við Hvalfjarðargöng, er lokaður vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Tveir fólksbílar lentu framan á hvor öðrum og fór annar bíllinn þrjár veltur við áreksturinn, að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Tveir eru slasaðir en ekki er enn vitað hversu alvarlega. Tveir sjúkrabílar og tækjabílar frá Akranesi voru sendir af stað og athafna viðbragðsaðilar sig nú á vettvangi.

Ekki er vitað hvað lokunin varir lengi og þá er ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögregla bendir á hjáleið um Akrafjallsveg.

Uppfært klukkan 09:54:

Vinnu á vettvangi á Vesturlandsvegi er lokið og er vegurinn nú opinn fyrir alla umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×