Innlent

Búið að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi á ný

Atli Ísleifsson skrifar
lökkvilið frá Vík og Hvolsvelli eru á staðnum og eru meiðsl á fólki minniháttar.
lökkvilið frá Vík og Hvolsvelli eru á staðnum og eru meiðsl á fólki minniháttar. Halli Gísla
Búið er að opna aðra akreinina fyrir umferð á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi eftir umferðarslys á veginum í morgun. Umferð er nú stjórnað af lögreglu þar til hægt verður að opna báðar akreinar.

Slysið varð þegar olíubíll á sem ók á þjóðvegi 1 og fólksbíll sem kom frá afleggjaranum að Sólheimajökli skullu saman með þeim afleiðingum að olíubíllinn valt. Olíubíllinn er með 20 þúsund lítra af eldsneyti í tankinum sem er skipt niður í sex hólf. Lekur olía úr einu hólfinu þar sem í eru 7.500 lítrar og er lekinn ekki mikill að sögn lögreglu.

Slökkvilið frá Vík og Hvolsvelli eru á staðnum og eru meiðsl á fólki minniháttar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×