Handbolti

Bergvin í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bergvin hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár.
Bergvin hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. vísir/vilhelm
ÍR heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Í dag greindu ÍR-ingar frá því að þeir væru búnir að fá Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri.

Bergvin, sem leikur oftast í stöðu vinstri skyttu, var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar á lokahófi HSÍ 2013.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Bergvins á undanförnum árum og gert honum erfitt fyrir.

Bergvin er annar leikmaðurinn sem ÍR fær frá Akureyri í sumar. Áður var Kristján Orri Jóhannsson kominn til Breiðholtsliðsins frá Akureyri.

Auk Bergvins og Kristjáns Orra hefur ÍR fengið Elías Bóasson frá Fram og þá er Björgvin Hólmgeirsson komin aftur heim í Breiðholtið.

ÍR leikur aftur í Olís-deildinni á næsta tímabili eftir eins árs fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×