Handbolti

Bergvin í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bergvin hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár.
Bergvin hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. vísir/vilhelm

ÍR heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Í dag greindu ÍR-ingar frá því að þeir væru búnir að fá Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri.

Bergvin, sem leikur oftast í stöðu vinstri skyttu, var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar á lokahófi HSÍ 2013.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Bergvins á undanförnum árum og gert honum erfitt fyrir.

Bergvin er annar leikmaðurinn sem ÍR fær frá Akureyri í sumar. Áður var Kristján Orri Jóhannsson kominn til Breiðholtsliðsins frá Akureyri.

Auk Bergvins og Kristjáns Orra hefur ÍR fengið Elías Bóasson frá Fram og þá er Björgvin Hólmgeirsson komin aftur heim í Breiðholtið.

ÍR leikur aftur í Olís-deildinni á næsta tímabili eftir eins árs fjarveru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira