Viðskipti innlent

Vilja ekki tjá sig um greiðsluna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Kísilver United Silicon í Helguvík. vísir/anton brink
Hvorki forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) né kísilvers United Silicon í Helguvík vilja tjá sig um hvort kísilverið sé búið að greiða ÍAV rúman einn milljarð króna í samræmi við niðurstöðu gerðardóms. Fresturinn til þess að ganga frá greiðslunni rann út á fimmtudag.

Fréttablaðið hefur ekki fengið staðfest hvort ÍAV hafi borist greiðsla. Er málið sagt á afar viðkvæmu stigi.

Þriggja manna gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að United Silicon þyrfti að greiða ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga. Upphafleg krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða auk dráttarvaxta, en þar af námu reikningar vegna framkvæmda við verksmiðjuna 1,1 milljarði króna. ÍAV var aðalverktaki kísilversins, en starfsmenn þess lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra.


Tengdar fréttir

Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga

Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×