Viðskipti innlent

Alterra lækkar afkomuspá sína

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ross Beaty, forstjóri Alterra Power.
Ross Beaty, forstjóri Alterra Power. vísir/gva
Kanadíska orkufélagið Alterra Power hefur lækkað afkomu­spá sína í kjölfar þess að fjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, tók yfir 12,7 prósenta hlut félagsins í HS Orku. Stjórnendur félagsins gera nú ráð fyrir að tekjur þess verði 4,5 prósentum lægri en áður var búist við, eða 86,5 milljónir dala, og 8,5 prósentum lægri á næsta ári.

Þá býst Alterra við því að EBITDA-hagnaður, afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, verði fjórum prósentum lægri á þessu ári en áður var gert ráð fyrir, eða 47,2 milljónir dala, og rúmlega átta prósentum lægri á næsta ári. Eftir áðurnefnda yfirtöku ORK á Alterra 53,9 prósenta hlut í HS Orku, en íslenskir lífeyrissjóðir, í gegnum ORK og félagið Jarðvarma, eiga 46,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×