Viðskipti erlent

Legoland færir út kvíarnar

Legoland í Malasíu.
Legoland í Malasíu. vísir/epa

Mikill vöxtur hefur verið í rekstri Legoland-garðanna á fyrstu sex mánuðum ársins. Nýr skemmtigarður var opnaður og eldri skemmtigarðar hafa vaxið og dafnað. Þetta sýnir nýr árshluta­reikningur Merlin Entertainments Group, eiganda Legoland, sem vísað er í á vef Danmarks Radio.

„Heimsóknum hefur fjölgað í alla garðana okkar,“ segir í tilkynningu með árshlutareikningnum. Við nutum góðs af sterkum páskum, góðum vörum og tekjum af myndinni The Lego Batman Movie,“ segir í tilkynningunni.

Nýr Lego-skemmtigarður var opnaður í Japan í apríl. Nú þegar hafa milljón manns heimsótt garðinn og meira en 70 þúsund árskort verið seld.

Rekstrarhagnaður af Lego-skemmtigörðunum nam 700 milljónum danskra króna á fyrri hluta ársins. Það jafngildir átta milljörðum íslenskra. Það er aukning um 29 prósent frá fyrra ári. Til stendur að halda áfram að færa út kvíarnar og verða tveir nýir skemmtigarðar opnaðir fyrir árið 2020.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
8
145.800
HAGA
0
1
22.100

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,42
12
58.006
ICEAIR
-1,9
20
128.721
EIK
-1,62
5
64.215
SKEL
-1,47
6
45.615
REGINN
-1,46
3
22.355