Golf

Góð stemmning á Nesvellinum | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján hefur unnið Einvígið tvisvar á síðustu fjórum árum.
Kristján hefur unnið Einvígið tvisvar á síðustu fjórum árum. vísir/andri marinó

Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, fór fram í 21. sinn á Nesvellinum í dag.

Kristján Þór Einarsson hrósaði sigri í annað sinn á síðustu fjórum árum. Alls tóku 11 af bestu kylfingum Íslands fyrr og síðar þátt í Einvíginu.

Meðal þeirra voru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir sem hafa gert það gott á erlendum vettvangi að undanförnu. Valdís Þóra endaði í 5. sæti en Ólafía Þórunn í því tíunda.

Eftir mótið afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Nesvellinum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira