Golf

Góð stemmning á Nesvellinum | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján hefur unnið Einvígið tvisvar á síðustu fjórum árum.
Kristján hefur unnið Einvígið tvisvar á síðustu fjórum árum. vísir/andri marinó

Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, fór fram í 21. sinn á Nesvellinum í dag.

Kristján Þór Einarsson hrósaði sigri í annað sinn á síðustu fjórum árum. Alls tóku 11 af bestu kylfingum Íslands fyrr og síðar þátt í Einvíginu.

Meðal þeirra voru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir sem hafa gert það gott á erlendum vettvangi að undanförnu. Valdís Þóra endaði í 5. sæti en Ólafía Þórunn í því tíunda.

Eftir mótið afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Nesvellinum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira