Stóriðju- og virkjanaárátta – stríð á hendur ósnortnum víðernum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tómas Guðbjartsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun