Erlent

Stóð af sér vantraust í áttunda sinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jacob Zuma nýtur enn trausts suðurafríska þingsins.
Jacob Zuma nýtur enn trausts suðurafríska þingsins. vísir/afp

Þingmenn á suðurafríska þinginu höfnuðu í gær að lýsa vantrausti á forsetann, Jacob Zuma. Á meðan leynileg atkvæðagreiðsla þingmanna fór fram efndu andstæðingar forsetans til fjöldamótmæla víðs vegar um land. Meðal annars í stórborgunum Jóhannesarborg, Pretoríu og Höfðaborg.

Var þetta í áttunda skipti sem kosið var um vantraust á Zuma forseta. Fyrri atkvæðagreiðslurnar sjö voru ekki leynilegar en Baleka Mbete, forseti þingsins, samþykkti að atkvæðagreiðsla gærdagsins yrði leynileg eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess og fór með málið fyrir stjórnlagadómstól landsins.

Ljóst var að fimmtíu af 249 þingmönnum Afríska þjóðarráðsins, flokks Zuma, þurftu að kjósa gegn forseta sínum til að tillagan yrði samþykkt.

Svo fór að 198 kusu gegn tillögunni, 177 með henni, og stóð forsetinn af sér vantraust í áttunda sinn.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira