Golf

Ólafía Þórunn verður með á opna breska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með íslenska fánann.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með íslenska fánann. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina.

Kristinn Jósep Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar, staðfesti þetta í tölvupósti og kemst vel að orði þar eða „Vááááááááááááááá.“

Ólafía verður fyrst allra íslenskra kylfinga til að keppa á opna breska risamótinu.

Hún staðfesti þetta síðan skömmu síðar inn á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.







Þetta verður annað risamótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í en hún var með á PGA-mótinu í Illinois í Bandaríkjunum um mánaðarmótinu júní-júlí.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Ólafíu sem koma strax í kjölfarið á hennar besta móti á LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn náði þrettánda sæti á opna skoska mótinu sem lauk í dag en þrjú efstu sætin voru örugg með þátttökufrétt á opna breska meistaramótinu.

Ólafía fékk góða reynslu af því að spila í Skotlandi síðustu daga og er því undirbúin í skosku aðstæðurnar í næstu viku.

Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×