Sport

Ríkisstjóri New Jersey hellti sér yfir stuðningsmann Chicago Cubs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Christie hefur verið ríkisstjóri í New Jersey frá árinu 2010.
Chris Christie hefur verið ríkisstjóri í New Jersey frá árinu 2010. vísir/getty
Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, missti stjórn á skapi sínu á hafnaboltaleik í gær.

Christie mætti á leik Milwaukee Brewers og Chicago Cubs í bandarísku hafnaboltadeildinni í gær.

Áhorfendur á Miller Park í Milwaukee létu Christie heyra það og á endanum fékk hann nóg af háðsglósunum.

Ríkisstjórinn labbaði upp að stuðningsmanni Chicago og sagði honum að hætta þessum stælum. Síðan settist Christie í sætið sitt og skildi stuðningsmanninn eftir með undrunarsvip á andlitinu.

Hinn 54 ára gamli Christie hefur tengingu við Milwaukee en sonur hans vinnur fyrir Brewers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×