Lífið

Hefur sungið í neðanjarðarlestarstöð í 37 ár en fékk loksins standandi lófaklapp á stóra sviðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega fallegur flutningur.
Ótrúlega fallegur flutningur.
Hinn 57 ára Mike Yung mætti í áheyrnarprufu í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og kom dómurunum og áhorfendum í sal heldur betur á óvart.

Yung hefur sungið í neðanjarðarlestakerfinu í New York í 37 ár en ákvað núna loksins að reyna á heimsfrægðina með því að mæta í einn vinsælasta raunveruleikaþátt heims.

Yung tók lagið Unchained Melody með Righteous Brothers og gerði það á sinn hátt. Flutningur hans skildi allan salinn eftir orðlausan og negldi hann lagið gjörsamlega eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×