Innlent

Ekki skráma á nokkrum manni eftir rútuslysið á Gjábakkavegi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bílstjóri rútunnar var að reyna að forðast slys þegar hann keyrði út í kant, sem svo gaf sig undan rútunni.
Bílstjóri rútunnar var að reyna að forðast slys þegar hann keyrði út í kant, sem svo gaf sig undan rútunni.
Það er óhætt að segja að betur hafi farið en á horfðist í gær þegar rúta valt á Gjábakkavegi á Suðurlandi með 43 farþegum innanborðs. Enginn slasaðist í slysinu.

„Þarna fór ótrúlega vel og það má þakka það snarræði bílstjórans og fararstjóra hvað allt gekk smurt,” segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Hann segir að enginn hafi verið fluttur á slysadeild í kjölfar slyssins.

„Enginn. Ekki skráma á einum einasta manni. Þetta var magnað,“ segir Sveinn Kristján.

„Það sem virðist hafa gerst þarna er að þessi vegur er frekar þröngur. Hann mætir sendibíl þarna í beygjunni sem virðist vera í hreppstjórabeygju. Hann var að reyna að bjarga sér fyrir horn. Það var annaðhvort að fara á sendibílin eða út í kant. Hann valdi kantinn og hann gaf sig um leið.”

Sveinn Kristján segir að töluvert lið lögreglu og viðbragðsaðila hafi verið sent á staðinn. Ekki hafi þó allir náð á staðinn vegna annars útkalls, vegna manns sem fell í Gullfoss. Útköllin hafi borist lögreglu með mjög stuttu millibili.


Tengdar fréttir

Rúta valt á Gjábakkavegi

Rúta valt á Gjábakkavegi við Þingvelli nú síðdegis með 43 farþegum innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×