Enski boltinn

Lukaku og Rashford sáu um City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lukaku á ferðinni í nótt en hann fer vel af stað í nýja búningnum.
Lukaku á ferðinni í nótt en hann fer vel af stað í nýja búningnum. vísir/getty
Manchester-liðin United og City spiluðu í nótt sinn fyrsta leik utan Bretlandseyja.

Þau mættust þá á NRG-vellinum í Houston. Húsið var fullt af spenntu fólki sem fékk fyrir peninginn. Man. Utd lagði nágranna sína í leiknum, 2-0, en mörkin komu á 37. og 39. mínútu.

Fyrst skoraði nýi framherjinn Romelu Lukaku eftir sendingu frá Paul Pogba. Lukaku að skora í sínum öðrum leik í röð og fer vel af stað. Svo var komið að Marcus Rashford að setja hann eftir undirbúning frá Henrikh Mkhitaryan.

Fín skemmtun í Texas og afar jákvætt fyrir United að framherjar liðsins séu að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×