Enski boltinn

Morata stóðst læknisskoðun hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Morata fagnar í leik með Real.
Morata fagnar í leik með Real. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Alvaro Morata búinn að standa læknisskoðun hjá Chelsea og því ekkert til fyrirstöðu að hann semji við ensku meistarana.

Chelsea er þegar farið að undirbúa að fljúga honum til Singapúr þar sem Chelsea-liðið er núna. Hann ætti því að hitta nýju félaga sína um helgina.

Morata er 24 ára gamall framherji og kemur til Chelsea frá Real Madrid. Hann var einnig orðaður við Man. Utd í sumar en United keypti Romelu Lukaku.

Hann skoraði 15 mörk í 26 leikjum fyrir Real á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað 9 mörk í 20 landsleikjum fyrir Spánverja.






Tengdar fréttir

Chelsea kaupir Morata frá Real Madrid

Englandsmeistarar Chelsea hafa náð samkomulagi við Real Madrid um kaup á framherjanum Alvaro Morata en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×