Fótbolti

Fyrirliðinn skellihló á Tjarnarhæðinni | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir kom skellihlæjandi út á æfinguna.
Sara Björk Gunnarsdóttir kom skellihlæjandi út á æfinguna. vísir/tom
Stelpurnar okkar æfðu á Tjarnarhæðinni í Doetinchem í dag en þar mæta þær Sviss á morgun í öðrum leik liðsins á EM 2017 í fótbolta. Bæði lið eru án stiga eftir 1-0 tap í fyrsta leik.

Veðrið hefur verið meira og minna gott í Hollandi undanfarna daga og var því mikill hiti þegar stelpurnar æfðu í dag. Þær byrjuðu á léttum skokkhring áður en farið var í styrktaræfingar og svo í reitabolta. Eftir það var fjölmiðlum hent í burtu.

Allir leikmenn eru heilir og tóku þátt í æfingunni en afskaplega létta var yfir stelpunum okkar. Sara Björk Gunnarsdóttir mætti skellihlæjandi á æfinguna og þá var hart tekist í reitaboltanum en einnig mikið hlegið.

Myndasyrpu frá æfingunni á Tjarnarhæðinni má finna hér að neðna.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×