Fótbolti

FC Nordsjælland lagði Bröndby að velli

Rúnar Alex og félagar náðu sér í góð þrjú stig í dag.
Rúnar Alex og félagar náðu sér í góð þrjú stig í dag. visir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í FC Nordsjælland fengu lið Bröndby í heimsókn og sigruðu 3-2.

Rúnar stóð í marki FC Nordsjælland í leiknum en Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi Bröndby.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks kom Teemu Pukki gestunum í Bröndby yfir og leiddu þeir því þegar að blásið var til loka fyrri hálfleiks.

Lið Nordsjælland mættu töluvert sterkari til leiks í seinni hálfleik því strax á 50. mínútu jafnaði Godsway Donyoh metin 1-1. Hann var síðan aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar og kom heimamönnum yfir í leiknum 2-1. Tvö mörk á mjög stuttum tíma hjá vængmanninum.

Lasse Vigen Christiansen jafnaði svo metin fyrir Bröndby á 61. mínútu og stefndi allt í jafnteflisleik.

Ernest Asante kom svo heimamönnum í Nordsjælland yfir á 82. mínútu og tryggði þeim góðan sigur á sterku liði Bröndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×