Viðskipti innlent

Meiri fjárfesting í nýsköpun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Stærsta fjárfestingin á öðrum ársfjórðungi var í Meniga þar sem Georg Lúðvíksson er forstjóri.
Stærsta fjárfestingin á öðrum ársfjórðungi var í Meniga þar sem Georg Lúðvíksson er forstjóri. vísir/valli
Á öðrum ársfjórðungi ársins var fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum hér á landi fyrir 14 milljónir dollara, jafnvirði 1,47 milljarða íslenskra króna, samkvæmt frétt Norðurskautsins. Sjötíu prósent fjármagnsins komu að utan.

Um er að ræða 870 milljóna króna fjárfestingu í Meniga, 420 milljóna fjárfestingu í Takumi, 210 milljóna fjárfestingu í Trip­Creator og 47 milljóna króna fjárfestingu í Mink Campers.

Fjárfesting jókst mikið milli fjórðunga en á fyrsta ársfjórðungi var einungis ein fjárfesting upp á 150 milljónir króna. Fjárfest var í jafn mörgum fyrirtækjum á öðrum ársfjórðungi í ár og í fyrra en heildarupphæðin hækkaði um 240 prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×