Viðskipti erlent

Notendur Netflix yfir 100 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Netflix nýtur mikilla vinsælda hér á landi.
Netflix nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Vísir/EPA

Samkvæmt nýjum tölum frá Netflix eru notendur þjónustunnar núna 104 milljónir. BBC greinir frá því að fyrirtækið reki fjölgun áskrifenda til fjárfestingar í nýjum þáttum og kvikmyndum.

Netflix framleiddi meðal annars þættina 13 Reasons Why, fimmtu seríu af House of Cards og The Crown. Gengi hlutabréfa hækkaði um 10 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða eftir að greint var frá niðurstöðu annars ársfjórðungs hjá félaginu.

Áskrifendum fjölgaði um 5,2 milljónir á ársfjórðungnum, flestir voru utan Bandaríkjanna. Um helmingur áskrifenda er utan Bandaríkjanna í dag. Tekjur Netflix jukust um 32 prósent á milli ára og námu 2,8 milljörðum dollara. Stefnt er að því að tekjur verði rúmlega þrír milljarðar dollara á næsta fjórðungi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.