Norskir eldisrisar bjargi landsbyggðinni Gunnlaugur Stefánsson skrifar 25. júlí 2017 07:00 Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun