Enski boltinn

BBC: Tilboð Everton í Gylfa í gær var það fyrsta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór í leik með Swansea.
Gylfi Þór í leik með Swansea. vísir/getty
Staða Gylfa Þórs Sigurðssonar er í nokkurri óvissu sem stendur en Swansea hafnaði í gær 40 milljóna punda tilboði í íslenska landsliðsmanninn frá Everton.

Samkvæmt frétt BBC var tilboðið sem kom frá Everton í gær það fyrsta sem að félagið gerir í Gylfa en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið í allt sumar.

Leicester bauð einnig í Gylfa Þór en því var einnig hafnað. Sjálfur er Gylfi sagður áhugasamur um að fara til Everton en óvíst er hvort að félagið leggi fram annað tilboð.

Everton hefur verið duglegt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og samið meðal annars við þá Michael Keane, Davy Klaassen, Wayne Rooney og Sandro Ramirez. Félagið seldu þó Romelu Lukaku til Manchester United.

Gylfi Þór æfir sem stendur með U-23 liði Swansea á meðan að félagar hans í aðalliðinu í eru í æfingaferð í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Tim Sherwood: Gylfi Sigurðsson er 50 milljón punda virði

Tim Sherwood, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson og það kemur honum ekki mikið á óvart að verðmiðinn á íslenska landsliðsmanninum sé kominn upp í 50 milljón pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×