Íslenski boltinn

Svona er úrvalslið fyrri umferðar hjá Pepsi-mörkunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaðurinn og Óli Stefán Flóventsson besti þjálfarinn.
Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaðurinn og Óli Stefán Flóventsson besti þjálfarinn. Vísir
Fyrri umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær og voru Grindvíkingar þar fyrirferðamiklir, eins og gefur að skilja.

Nýliðar Grindavíkur hafa verið spútniklið deildarinnar til þessa, þrátt fyrir að þeir hafi tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 9-0 samanlagt.

Liðið er engu að síður í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig, jafn mörg og Stjarnan sem skaust upp í annað sætið með 5-0 sigri á Grindavík á sunnudagskvöld.

Andri Rúnar Bjarnason, annar markahæstu leikmanna deildarinnar, var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildarinnar og Óli Stefán Flóventsson besti þjálfarinn. Báðir eru Grindvíkingar.

Arnar Már Guðjónsson skoraði fallegasta mark fyrstu ellefu umferða tímabilsins en það var þrumufleygur í leik ÍA gegn ÍBV. Þá fengu stuðningsmenn KA verðlaun fyrir sína frammistöðu í sumar.

Sérsveitin, lið fyrstu ellefu umferðanna í Pepsi-deildinni, er þannig skipað:

Markmaður:

Cristian Martinez, Víkingi Ólafsvík

Varnarmenn:

Bjarni Ólafur Eiríksson, Val

Orri Sigurður Ómarsson, Val

Björn Berg Bryde, Grindavík

Miðjumenn:

Haukur Páll Sigurðsson, Val

Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA

Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni

Alex Freyr Hilmarsson, Víkingi Reykjavík

Sóknarmenn:

Steven Lennon, FH

Kristján Flóki Finnbogason, FH

Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×