Erlent

Ísraelar fjarlægja umdeild öryggishlið í Jerúsalem

Kjartan Kjartansson skrifar
Ísraelar hertu öryggisráðstafanir í gömlu borginni í Jerúsalem eftir að tveir lögreglumenn voru drepnir þar.
Ísraelar hertu öryggisráðstafanir í gömlu borginni í Jerúsalem eftir að tveir lögreglumenn voru drepnir þar. Vísir/EPA
Trúarleiðtogar múslima ætla að hætta að sniðganga gömlu borgina í Jersúsalem eftir að ísraelsk yfirvöld fjarlægju öryggisleitarhlið við inngang hennar sem höfðu valdið úlfúð.

Palestínumenn hafa sniðgengið gömlu borgina, sem múlimar nefna Haram al-Sharif en gyðingar Musterishæðina, frá því að hliðin voru sett upp fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Hliðunum var komið upp eftir að tveir ísraelskir lögreglumenn voru skotnir til bana í gömlu borginni 14. júlí.

Leiðtogar múslima töldu Ísraela reyna að herða tök sín á gömlu borginni með því að setja hliðin upp. Ísraelsk yfirvöld sögðu nauðsynlegt að koma upp málmleitartækjum og herða öryggisgæslu vegna þess að árásarmennirnir smygluðu vopnunum inn á svæðið.


Tengdar fréttir

Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir

Palestínumenn eru æfir vegna hertrar gæslu við einn helgasta stað múslima. Segja brotið á mannréttindum sínum. Málmleitarhliðum var komið upp vegna skotárásar á staðnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur málið fyrir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×