Sport

Þrjú keppa á HM í frjálsum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir keppir á HM í frjálsum.
Aníta Hinriksdóttir keppir á HM í frjálsum. Vísir/EPA
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða Íslendingar muni keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í London dagana 4.-13. ágúst.

Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson verða fulltrúar Íslands á mótinu.

Ásdís keppir í spjótkasti en hún náði lágmarki fyrir mótið þegar hún kastaði 63,43 m á móti í Finnlandi og bætti þar með fimm ára Íslandsmet sitt í greininni.

Metið setti hún einmitt á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en HM fer fram á Ólympíuleikvanginum þar í borg.

Aníta keppir í 800 m hlaupi en hún náði lágmarki fyrir mótið þegar hún hljóp á 2:00,33 mínútum á móti í Hollandi í maí.

Enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki fyrir mótið en Ísland fær að senda einn karlkeppanda á mótið án lágmarks. Fyrir valinu varð Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari úr FH, sem bætti Íslandsmet sitt í 20-22 ára flokki er hann kastaði 72,38 m á móti í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×