Enski boltinn

Gylfi gæti fyllt í skarð Coutinho hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dean Saunders telur að Gylfi Þór Sigurðsson sé einn þeirra leikmanna sem Liverpool gæti keypt til að fylla í skarð Brasilíumannsins Coutinho.

Philippe Coutinho hefur verið orðaður við spænska stórliðið Barcelona síðustu vikurnar en Spánverjarnir eru sagðir afar áhugasamir um Coutinho.

Gylfi hefur verið sterklega orðaður við Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur hafnað öllum tilboðum í íslenska landsliðsmanninn, síðast á mánudag upp á 45 milljónir punda.

Bandarískir eigendur Swansea vilja fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Þór og ætla ekki að sætta sig við neitt minna.

„Það væri hægt að kaupa Isco frá fyrir 30 milljónir punda. Hann mun ekki fá leik hjá Real Madrid,“ sagði Saunders í útvarpsviðtali í Englandi.

„Juan Mata, Sigurðsson - þetta eru leikmenn sem væri hægt að kaupa í staðinn fyrir Coutinho.“

Saunders, sem er uppalinn hjá Swansea en lék einnig með Liverpool á sínum tíma, telur erfitt að halda leikmönnum eftir að Barcelona sýnir þeim áhuga.

Mál Gylfa eru í miklli óvissu sem stendur en í Ronald Koeman, stjóri Everton, sagði í vikunni að óvíst væri hvort að félagið myndi leggja fram nýtt tilboð í Gylfa.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×