Körfubolti

Brandon Jennings yfirgefur NBA-deildina

Brandon Jennings í leik með Washington Wizards á síðasta tímabili
Brandon Jennings í leik með Washington Wizards á síðasta tímabili Visir/Getty
ESPN greindi frá því í gær að Brandon Jennings sem hefur spilað með liðum á borð við Milwaukee Bucks, Detroit Pistons, New York Knicks og Washington Wizards í NBA-deildinni hefur ákveðið að halda til Kína en Jennings er búinn að skrifa undir eins árs samning við Shanxi Brave Dragons sem spilar í efstu deild þar í landi.

Jennings sem er 27 ára gamall og var valinn tíundi af Milwaukee Bucks í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði með Bucks í fjögur ár áður en honum var skipt yfir til Detroit Pistons en síðan þá hefur ferill hans ekki verið upp á marga fiska.

Brandon Jennings hefur verið með 14.3 stig og 5.7 stoðsendingar að meðaltali á ferli sínum í NBA-deildinni og koma því þessi skipti á óvart en síðasta tímabil með Washington var hans versta á ferlinum en hann spilaði einungis 23 leiki og var með 3.5 stig að meðaltali.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×