Enski boltinn

Lacazette fór með til Ástralíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það fór vel um Lacazette og Petr Cech í fluginu í gær.
Það fór vel um Lacazette og Petr Cech í fluginu í gær. vísir/getty
Alexandre Lacazette gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í vikunni en hann fór með liðinu í æfingaferð í gær til Ástralíu og Kína.

Lacazette var keyptur til félagsins frá Lyon í Frakklandi og er sagður vera dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Á fimmtudaginn mun Arsenal spila gegn Sydney FC í sínum fyrsta æfingaleik fyrir tímabilið. Hinn nýi leikmaðurinn, Sead Kolasinac, fór einnig með í æfingaferðalagið.

Arsenal mun spila tvo leiki í Ástralíu áður en liðið spilar við Bayern í Shanghai og svo gegn Chelsea í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×