Skortur á talsmönnum Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júlí 2017 12:00 Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira