Handbolti

Alfreð fagnar því að geta notað fleiri leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð á hliðarlínunni með Kiel.
Alfreð á hliðarlínunni með Kiel. vísir/getty
Þýska handknattleikssambandið hefur nú ákveðið að leyfa liðum deildarinnar að nota fleiri leikmenn.

Hingað til hefur mátt vera með 14 leikmenn á skýrslu en næsta vetur verður leyfilegt að nota 16 leikmenn. Því fagna flest félögin og sérstaklega þau stóru enda mikið álag á bestu liðunum.

„Þetta er mjög mikilvæg reglubreyting fyrir okkur því þetta þýðir að við getum rúllað á fleiri leikmönnum. Ekki veitir af,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, en hann verður líka með sitt lið í Meistaradeildinni þannig að álagið er mikið.

Forráðamenn Flensburg segjast hafa barist fyrir þessari reglugerðarbreytingu í sex ár og því væri þetta mikill gleðidagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×