Enski boltinn

Lukaku segir Paul Pogba vera einn af sínum bestu vinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba og Romelu Lukaku á sinn fyrstu æfingu saman hjá Manchester United.
Paul Pogba og Romelu Lukaku á sinn fyrstu æfingu saman hjá Manchester United. Vísir/Getty
Paul Pogba og Romelu Lukaku eru ekki aðeins tveir af dýrustu knattspyrnumönnum allra tíma þeir eru líka bestu vinir. Það er Pogba að þakka að þeir eru nú orðnir liðsfélagar.  

Manchester United keypti Romelu Lukaku frá Everton fyrir 75 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað um 15 milljónir punda gangi Lukaku vel á nýjum stað.  Lukaku gerði fimm ára samning en hann er enn bara 24 ára gamall og ætti því að eiga sín bestu ár eftir.

Belginn Romelu Lukaku og Frakkinn Paul Pogba ná frábærlega saman utan vallar og stuðningsmenn United eru örugglega spenntir að sjá hvernig þeir ná saman inn á vellinum.

Lukaku sagði í viðtali á MUTV að hann og Paul Pogba væru alltaf saman. „Hann er einn af mínum bestu vinum og við erum líka nágrannar. Við erum hittumst nánast á hverjum degi og ég frétti því í gegnum hann hver staðan var,“ sagði Romelu Lukaku við MUTV.

„Þegar hann (Pogba) samdi við United þá kveikti það á einhverju í hausnum á mér og ég vissi þá strax að ef að ég fengi tækifæri til að fara til Manchester United þá myndi ég ekki segja nei,“ sagði Lukaku.

„Ég veit og geri mér vel grein fyrir því hversu stór klúbbur þetta er og hversu mikið hungur er hér í að vinna titla. Ég vill geta sagt í lok ferilsins að ég hafi spilað fyrir lið sem væri í titlabaráttu og þar hefur þetta félag alltaf verið,“ sagði Lukaku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×