Enski boltinn

West Ham hefur áhuga á Hart

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hart á landsliðsæfingu.
Hart á landsliðsæfingu. vísir/getty
West Ham rennir hýru auga til enska landsliðsmarkvarðarins Joe Hart.

Hinn þrítugi Hart er væntanlega á förum frá Manchester City en hann á sér enga framtíð hjá félaginu á meðan Pep Guardiola ræður þar ríkjum.

Hart lék sem lánsmaður með Torino á síðasta tímabili en hann fer ekki aftur til ítalska liðsins.

West Ham var í nokkrum vandræðum með markvarðarstöðuna hjá sér á síðasta tímabili en Adrián og Darren Randolph skiptu henni með sér.

Hart hefur verið aðalmarkvörður enska landsliðsins síðan 2010 og alls leikið 71 landsleik. Hann hefur tvisvar sinnum orðið enskur meistari með City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×