Enski boltinn

Harðasta Arsenal-kona landsins skýrði köttinn sinn Wenger | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í Aðalstræti 5 á Akureyri búa Sigfríð Ingólfsdóttir og Bjarni Valgeirsson. Þau eru mikið áhugafólk um enska boltann. Sigfríð heldur með Arsenal en Bjarni með West Ham.

Arnar Björnsson tók hús á þessum skemmtilegu hjónum á dögunum og afraksturinn var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sigfríð, sem er heiðursfélagi í Arsenal-klúbbnum á Íslandi, á gríðarlega gott safn minjagripa og er með sérherbergi helgað Arsenal. Hún stendur fast við bakið á knattspyrnustjóranum Arsene Wenger og skýrði heimilisköttinn í höfuðið á Frakkanum.

Eins og áður sagði er Bjarni stuðningsmaður West Ham. Það eru þó lítil ummerki um félagið á heimili þeirra hjóna enda ræður Sigfríð ferðinni.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Heimiliskötturinn Wenger lætur fara vel um sig.mynd/skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×