Sport

Mayweather ögraði Conor með því að taka írska fánann | Sjáðu annan blaðamannafundinn

Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Floyd Mayweather með írska fánann.
Floyd Mayweather með írska fánann. Vísir/Getty
Annar blaðamannafundurinn af fjórum fyrir ofur boxbardaga Floyds Mayweather og Conors McGregor fór fram í Toronto í Kanada í kvöld.

Mikill meirihluti áhorfenda í Toronto voru á bandi Conors og fögnuðu honum ákaft. Aftur á móti var baulað á Mayweather.

Conor gerði mikið grín að jogginggalla Mayweathers í Staples Center í Los Angeles í gær og hélt því áfram í kvöld. Írinn sagði m.a. að hinn fertugi Mayweather klæddi sig eins og 12 ára breikdansari og hann kynni ekki að lesa.

Mayweather montaði sig af því að hafa verið 21 ár á toppnum og vera ósigraður.

Þá tók hann írska fánann og gekk með hann um sviðið. Conor svaraði með því að taka bakpokann hans Mayweathers og gerði grín að því hvað væri lítið af seðlum í honum.

Þriðji blaðamannafundur þeirra Mayweathers og Conors verður í Brooklyn í New York á morgun og sá fjórði og síðasti á Wembley í London á föstudaginn. Bardaginn sjálfur fer svo fram í Las Vegas 26. ágúst.

Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×