Enski boltinn

Salah skoraði í fyrsta leiknum fyrir Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salah fagnar sínu fyrsta marki í búningi Liverpool.
Salah fagnar sínu fyrsta marki í búningi Liverpool. vísir/getty

Mohamed Salah skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld.

Salah, sem var keyptur frá Roma fyrr í sumar, var í byrjunarliði Liverpool og lék fyrri hálfleikinn.

Alex Gilbey kom Wigan í 1-0 á 21. mínútu og þannig var staðan allt þar til mínúta var til hálfleiks. Þá jafnaði Salah metin með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Roberto Firmino. Góð byrjun hjá Egyptanum sem miklar vonir eru bundnar við.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, skipti öllu byrjunarliðinu af velli í hálfleik og mætti með nýtt lið til leiks í seinni hálfleik.

Liverpool sótti og ógnaði meira í seinni hálfleiknum en náði ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1.

Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í Hong Kong á miðvikudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira