Körfubolti

Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári Jónsson er lykilmaður í íslenska liðinu.
Kári Jónsson er lykilmaður í íslenska liðinu. vísir/ernir

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum undir 20 ára þurfti að sætta sig við annað tapið í röð á EM í Grikklandi en Tyrkir unnu sextán stiga sigur 82-66 eftir jafnan leik framan af.

Íslenska vörnin hélt vel aftur af Tyrkjum í upphafi leiks og skiptust liðin á körfum framan af en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta 14-13.

Hélt íslenska liðið áfram í Tyrkina framan af en missti tökin þegar skammt var eftir af öðrum leikhluta þegar Tyrkir náðu 17-4 kafla og tóku þrettán stiga forskot inn í hálfleikinn 39-26.

Reyndu íslensku leikmennirnir að saxa á forskot Tyrkja en náðu aldrei að ógna því og bættu Tyrkirnir við forskotið í þriðja leikhluta og leiddu 59-43 fyrir lokaleikhlutann.

Þar náði íslenska liðið aftur að halda í við Tyrkina með góðum sóknarleik en það kom of seint.

Tryggvi Hlínason og Snjólfur Marel Stefánsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með tólf stig hvor en Tryggvi var með tvöfalda tvennu með tíu fráköst.

Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum gegn Svartfjallalandi á morgun en Svartfellingar hafa unnið einn og tapað einum í riðlinum til þessa.


Tengdar fréttir

Naumt tap gegn Frökkum

U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira