Enski boltinn

Hart í læknisskoðun hjá West Ham | Gæti mætt gömlu liðsfélögunum á Laugardalsvelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hart fagnar marki með enska landsliðinu.
Hart fagnar marki með enska landsliðinu. Vísir/getty

Joe Hart, markvörður Manchester City og enska landsliðsins, er á leiðinni í læknisskoðun hjá West Ham ef marka má heimildir SkySports sem segja ensku félögin hafa komist að samkomulagi um eins árs lánssamning.

Hinn þrítugi Hart er úti í kuldanum hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, sem hefur keypt tvo markmenn á rúmu ári til að leysa Hart af hólmi. Eyddi hann síðasta tímabili á láni hjá Torino á Ítalíu.

Ljóst var að hann fengi ekki annað tækifæri er Manchester City gekk frá kaupunum á brasilíska markmanninum Ederson í sumar en honum er ætlað að verja markið á næsta tímabili með Claudio Bravo á bekknum.

Hjá West Ham hittir hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Pablo Zabaleta, og gætu því tveir fyrrum leikmenn Manchester City mætt gömlu liðsfélögum sínum er West Ham og Manchester City mætast á Laugardalsvelli þann 4. ágúst næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira