Fótbolti

Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Guðbjörg verður í byrjunarliði Íslands á morgun og verður mögulega nóg að gera hjá þeim.
Guðbjörg verður í byrjunarliði Íslands á morgun og verður mögulega nóg að gera hjá þeim. vísir/vilhelm
Guðbjörg Gunnarsdóttir, varafyrirliði og markvörður íslenska kvennalandsliðsins, var spurð út í það á blaðamannafundi íslenska liðsins í Tilburg í dag hvernig það færi ofan í stelpurnar að frönsku stelpurnar vissu lítið um þær íslensku. 

Lykilmaður í franska landsliðinu hefur látið hafa eftir sér að hann hafi aldrei séð íslenska liðið spila.

„Þær eru frekar hrokafullar að eðlisfari,“ sagði Guðbjörg en dró svo aðeins í land.

„Þær eiga samt innistæðu fyrir því að vera svolítið kokhraustar. Það hefur engin áhrif á okkur hvort þær þekki okkur með nafni eða ekki. Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það.“

Ummæli Guðbjargar má sjá þegar 10:30 mínútur eru liðnar af upptökunni hér fyrir neðan en blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi.


Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×