Fótbolti

Forseti spænska knattspyrnusambandsins handtekinn vegna gruns um spillingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ángel María Villar hefur verið forseti spænska knattspyrnusambandsins í 29 ár.
Ángel María Villar hefur verið forseti spænska knattspyrnusambandsins í 29 ár. vísir/getty
Forseti spænska knattspyrnusambandsins, Ángel María Villar, hefur verið handtekinn. Auk þess að vera forseti spænska knattspyrnusambandsins er Villar varaforseti FIFA og UEFA.

Sonur hans, Gorka Villar, var einnig handtekinn sem og þrír aðrir stjórnarmenn.

Handtökurnar eru liður í rannsókn á spillingu innan spænska knattspyrnusambandsins. Villar er grunaður um að hafa dregið að sér fé.

Villar hefur verið forseti spænska knattspyrnusambandsins frá árinu 1988.

Hann lék á sínum tíma yfir 350 leiki fyrir Athletic Bilbao. Villar lék einnig 22 landsleiki fyrir Spán á árunum 1973-79.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×