Fótbolti

Sara Björk: Ótrúlega stolt af liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk í baráttunni við Frakka í kvöld.
Sara Björk í baráttunni við Frakka í kvöld. Mynd/Getty
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum svekkt eftir tap liðsins gegn Frakklandi á Evrópumótinu í Hollandi í kvöld.

„Þetta er ótrúlega svekkjandi, en hvað er hægt að gera. Það eru tveir leikir eftir sem við ætlum að klára,“ sagði Sara í viðtali við RÚV strax eftir leikinn í kvöld.

Íslenska liðið átti mjög góðan leik í Tilburg í kvöld og var eina lausn Frakkanna á gríðarlega öflugum varnarleik Íslands mark úr vítaspyrnu.

„Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við spiluðum eins og herforingjar inni á vellinum, vorum þéttar í vörninni eins og við ætluðum okkur og þær fengu engin dauðafæri.“

„Við fengum mörg góð færi sem við hefðum getað nýtt betur, svekkjandi að fá á sig víti undir lokin,“ sagði fyrirliði Íslands.

Sara Björk varð fyrir smá hnjaski undir lok fyrri hálfleiks en hún segist vera í fínu standi og það hafi ekki verið neitt sem muni draga dilka á eftir sér.

Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Sviss á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×