Fótbolti

Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Harpa kyssir son sinn Steinar á kollinn og heldur á Ými í fanginu. Fallegt móment eftir eftirminnilegt kvöld í Tilburg.
Harpa kyssir son sinn Steinar á kollinn og heldur á Ými í fanginu. Fallegt móment eftir eftirminnilegt kvöld í Tilburg. Vísir/Vilhelm
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir var vinsælasta manneskjan þegar kom að því að leikmenn Frakklands og Íslands veittu fjölmiðlum viðtöl eftir leiki. Harpa mætti með fimm mánaða son sinn Ými í viðtölin og allir vildu ræða við mæðginin.

Viðtalið við Hörpu má sjá í spilaranum að neðan og fleiri myndir þar að neðan.


„Við áttum að fá víti áður en þær fengu víti. Það hefði breytt öllu. Mér fannst við skilja allt okkar eftir á vellinum. Hrikalega svekkjandi að fá ekki það sem maður á skilið,“ sagði Harpa við Vísi í einu af fjölmörgum viðtölum sínum eftir leik.

Steinar tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld.Vísir/Vilhelm
„Ég held við höfum gert allt sem við lögðum upp með. Við tökum allt með okkur og þá vinnum við Sviss.“



Harpa segist ekki hugsa mikið út í sína mögnuðu endurkomu í fótboltann svo skömmu eftir barnsburð.

„Ég er komin yfir það. Það hefur farið svo mikið púður í að fókusa á að ég sé að koma til baka. Ég horfði bara á leikinn í kvöld, eins og áður og hugsaði að ég ætlaði að koma inn af bekknum og gefa allt mitt.“

Harpa og Ýmir gáfu sér nægan tíma til að ræða við blaðamenn eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi
Harpa segir að sér hafi liðið vel eftir að hún kom inn á stundarfjórðungi fyrir leikslok. Það hafi auðvitað verið erfitt og mikil hlaup en líðanin góð. Aðspurð um leikinn gegn Sviss á laugardaginn:

„Við erum að fara að vinna.“

Ísland mætir Sviss í Doetinchem á laugardaginn. Svisslendingar eru í sárum eftir 1-0 tap gegn Austurríki í dag og má líta á leikinn sem úrslitaleik um hvort liðið ætlar að halda möguleikanum opnum á að komast áfram.

Að neðan má sjá umfjöllun um leik kvöldsins og einkunnir leikmanna.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×