Fótbolti

Fanndís: Næ því ekki hvernig hún dæmdi ekki víti í fyrri hálfleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fanndís í baráttunni við Jessica Houara í leiknum í kvöld.
Fanndís í baráttunni við Jessica Houara í leiknum í kvöld. Vísir/getty
 „Hún fer í lappirnar á mér þegar ég er að skjóta og ég einfaldlega næ því ekki hvernig hún dæmir ekki víti þar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er hún var spurð út í ákvörðun dómarans að dæma ekki vítaspyrnu þegar Fanndís fór niður í teignum í seinni hálfleik í 0-1 tapi gegn Frökkum í kvöld.

Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamaður Vísis í Hollandi ræddi við Fanndísi að leikslokum.

„Mér fannst við spila virkilega góðan varnarleik og við reyndum að byggja ofan á því í seinni hálfleik. Þær opna okkur ekki svo að ég muni en kannski gátum við gert betur í því að refsa þeim þegar færi gafst til.“

Fanndís var hreinskilin þegar hún sagði að íslenska liðið hefði stefnt á þrjú stig gegn ógnarsterku liði Frakklands.

„Við vorum virkilega vel undirbúnar fyrir þennan leik og við ætluðum að taka þrjú stig í þessum leik. Það er grátlegt að fá ekki þrjú, hvað þá eitt stig stig út úr þessum leik eins og við áttum skilið.“

Franska liðið var ósátt með hörkuna sem íslenska liðið sýndi í leiknum.

„Þjálfaratemyið þeirra var froðufellandi í fyrri hálfleik, þau áttu engin svör við því sem við vorum að gera. Við vissum að það myndi fara í taugarnar á þeim að spila fast og það er bara þetta andskotans víti sem skilur að.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×