Innlent

Óska eftir upplýsingum um mannaferðir í tengslum við brunann á Stokkseyri

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Við aðkomu á vettvang var mikill eldur í húsinu.
Við aðkomu á vettvang var mikill eldur í húsinu. Brunavarnir Árnessýslu
Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir upplýsingum um mannaferðir eftir að það kviknaði í húsi á Stokkseyri á sunnudaginn. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort þeir telji að um íkveikju hafi verið að ræða segir Þorgrímur að það sé ekki vitað.

„Við vitum ekki um það enn þá. Við erum að bíða eftir niðurstöðu.“ segir Þorgrímur.

Þorgrímur segir að málið sé enn í rannsókn og verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Tæknideild lögreglunnar. Hann vonast eftir að niðurstöður berist í þessari viku. Aðspurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt Andreu Kristínu Unnarsdóttur, sem komst lífs af úr brunanum, svarar Þorgrímur því neitandi og segir að það verði ekki gert fyrr en hún hafi náð bata og treysti sér til.

Aðspurður hvort þeir hafi yfirheyrt einhvern annan segir Þorgrímur að það hafi ekki margir til að tala við. Því vonist þeir til að einhver gefi sig fram sem geti veitt upplýsingar. Hann segist þó gruna að ekki margir hafi verið á ferli þegar eldurinn kviknaði.

Húsið var illa farið eftir brunann og búið er að ryðja því niður.

Rúv greindi fyrst frá fregnum þess efnis að lögreglan óskaði eftir upplýsingum um mannaferðir.


Tengdar fréttir

Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri

Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×