Erlent

Stuðningsmenn Trump líklegri til að kjósa en andstæðingar hans

Kjartan Kjartansson skrifar
Repúblikanar ráða lögum og lofum á Bandaríkjaþingi eins og er. Þingkosningar fara hins vegar fram í nóvember 2018.
Repúblikanar ráða lögum og lofum á Bandaríkjaþingi eins og er. Þingkosningar fara hins vegar fram í nóvember 2018. Vísir/EPA
Víðtæk andspyrna gegn Donald Trump forseta virðist ekki hafa hleypt kjósendum Demókrataflokksins kapp í kinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Þrátt fyrir að meirihluti vilji að demókratar nái meirihluta í þinginu eru stuðningsmenn Trump ákveðanari í að kjósa en þeir sem eru honum andsnúnir.

Ný könnun Washington Post og ABC News bendir til þes að 52% skráðra kjósenda vilji að demókratar verði í meirihluta í Bandaríkjaþingi eftir þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári á móti 38% sem styðja repúblikana.

Jafnvel þó að stuðningur við Trump mælist nú aðeins 36% og að hávær andspyrnuhreyfing gegn forsetanum hafi sprottið upp eftir kjör hans þá gætur merkjanlega minni áhuga á kosningunum hjá demókrötum en repúblikönum.

Þannig segjast 65% þeirra sem telja sig repúblikana eða hallast að flokknum ætla að kjósa í kosningunum en aðeins 57% demókrata. Að sama skapi ætla 72% þeirra sem eru mjög sáttir við embættisfærslur Trump að kjósa en 61% þeirra sem eru mjög ósáttir við hann.

Kosið um meirihluta þingsæta

Niðurstöðurnar benda þó til þess að demókratar ná að smala stuðningsmönnum sínum á kjörstaði þá geti þeir unnið verulega á repúblikana í kosningunum.

Kosningarnar fara fram 6. nóvember á næsta ári. Þá verður kosið til allra 435 sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 33 af hundrað sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×