Enski boltinn

Szczesny keppir við Buffon um markmannsstöðu Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny er orðinn leikmaður Juventus.
Wojciech Szczesny er orðinn leikmaður Juventus. Vísir/Getty
Wojciech Szczesny er orðinn leikmaður ítölsku meistaranna í Juventus en Arsenal seldi hann í dag á  tíu milljónir punda.

Pólski markvörðurinn hefur verið í láni undanfarin tímabil en hann lék 38 leiki með Roma á síðustu leiktíð og hélt hreinu í fjórtán þeirra.  Szczesny spilaði síðast fyrir Arsneal 2014-15 tímabilið.

„Þegar þú ert kominn til Juventus þá veistu að þú ert einn af þeim útvöldu. Ég hikaði aldrei. Ég er tilbúinn fyrir þessa nýju áskorun. Juventus er það  besta í stöðunni fyrir mig á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Wojciech Szczesny.

Wojciech Szczesny labbar samt ekki inn í byrjunarliðið hjá Juve því fyrir er lifandi goðsögnin  Gianluigi Buffon.

Szczesny segist vera þegar búinn að ræða málið við  Gianluigi Buffon. „Ég er virkilega ánægður með að vera kominn hingað. Ég talað við Buffon, goðsögn í okkar íþrótt, og ég veit að ég get lært mikið af honum,“ sagði Szczesny. Szczesny er 27 ára eða tólf árum yngri en Gianluigi Buffon.

„Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Ég er kominn hingað til að spila fyrir lið á hæsta stigi boltans,“ sagði Szczesny.

Juventus vann tvöfalt á síðustu leiktíð og komst að auki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×