Erlent

Um 300 vígamenn á 500 fermetrum

Samúel Karl Ólason skrifar
Götur gamla hverfisins í Mosul eru mjög þröngar og bardagar hafa verið harðir.
Götur gamla hverfisins í Mosul eru mjög þröngar og bardagar hafa verið harðir. Vísir/AFP
Írakski herinn áætlar að um 300 vígamenn Íslamska ríkisins haldi til á því svæði sem samtökin stjórna enn í Mosul í Írak. Það samsvarar um 500 fermetrum. Þá er talið að fjölmargir almennir borgarar sitji þar fastir. Fyrir hverja 100 metra sem herinn sækir fram er talið að um 1.500 borgarar flýji.

Hershöfðinginn Sami al-Aridi segir AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að herinn hafi reynt að koma í veg fyrir það hafi hundruð vígamanna flúið frá „gamla hverfinu“ í Mosul.

„Þeir raka bara af sér skeggið og ganga út úr borginni,“ segir al-Aridi. Ennfremur segir hann að tveir ISIS-liðar hafi verið handteknir í gær, eftir að þeir reyndu að lauma sér úr borginni í hópi kvenna og barna.

Vígamenn ISIS lögðu undir sig borgina á einungis nokkrum dögum sumarið 2014. Stjórnarherinn hefur, með stuðningi Bandaríkjanna, Íran og annarra ríkja, reynt að reka vígmennina þaðan frá því í október.


Tengdar fréttir

Íslamska ríkið stendur á tímamótum

Kalífadæmi ISIS í Mið-Austurlöndum hnignar. Svo virðist sem ISIS tapi Mósúl og Rakka. Forsætisráðherra Íraks segir ISIS viðurkenna ósigur í Mósúl á meðan hersveitir umkringja Rakka. Rússar rannsaka hvort þeir hafi fellt leiðtogann Ab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×