Loka Víðinesi þrátt fyrir mikla fjölgun Jón Hákon Halldórsson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 7. júlí 2017 09:15 Útlendingastofnun tók húsnæðið að Víðinesi á leigu þegar veggjalús kom upp í húsnæðinu í Bæjarhrauni. vísir/HAG Útlendingastofnun hefur sagt upp leigu á húsnæði í Víðinesi sem stofnunin hafði til afnota fyrir hælisleitendur, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Húsnæðinu var skilað um síðustu mánaðamót. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir stjórnvöld verða að grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir viðlíka húsnæðisvanda og kom upp í fyrra. „Við erum ekki komin með ný úrræði sem ég get upplýst um. Það er ýmislegt sem er í skoðun,“ segir Þórhildur. Hún segir að með skipulagsbreytingum hafi fólkinu sem var fyrir í Víðinesi verið komið í annað húsnæði. „Við erum með Arnarholt, í Bæjarhrauninu í Hafnarfirði og í nokkrum minni úrræðum,“ segir Þórhildur.Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossinsÚtlendingastofnun tók Víðines á leigu í fyrrahaust og flutti um fjörutíu hælisleitendur þar inn í október, eftir að veggjalús kom upp í Bæjarhrauni. Þórhildur segir að aldrei hafi staðið til að húsnæðið í Víðinesi yrði nýtt til langframa. „Það var upphaflega gerður samningur til þriggja mánaða og svo var hann framlengdur,“ útskýrir hún. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ákveðið hafi verið að auglýsa húsnæðið í Víðinesi til leigu. Hann býst við að auglýsing verði birt í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 130 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80 prósent fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs. Áætlar Útlendingastofnun að umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi geti farið upp fyrir 2.000 á árinu. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að skortur hafi verið á viðunandi húsnæði og umönnun fyrir hælisleitendur í fyrra. Aðbúnaður þeirra hafi auk þess ekki verið eins og best verður á kosið. „Ef við horfum fram á áttatíu prósenta fjölgun í ár, þá má búast við að það komi upp sams konar vandamál eða jafnvel meiri. Það hefði mikil óþægindi í för með sér fyrir alla. Það yrði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt,“ segir hann. „Við göngum út frá því að stjórnvöld séu að undirbúa sig til þess að geta hýst þennan fjölda sem er væntanlegur og eins að þau tryggi skjóta, skilvirka og vandaða málsmeðferð í málum þeirra, þannig að málin tefjist ekki lengi. Það er dýrt og auðvitað mjög slæmt fyrir þá sem þurfa að bíða úrlausnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Útlendingastofnun hefur sagt upp leigu á húsnæði í Víðinesi sem stofnunin hafði til afnota fyrir hælisleitendur, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Húsnæðinu var skilað um síðustu mánaðamót. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir stjórnvöld verða að grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir viðlíka húsnæðisvanda og kom upp í fyrra. „Við erum ekki komin með ný úrræði sem ég get upplýst um. Það er ýmislegt sem er í skoðun,“ segir Þórhildur. Hún segir að með skipulagsbreytingum hafi fólkinu sem var fyrir í Víðinesi verið komið í annað húsnæði. „Við erum með Arnarholt, í Bæjarhrauninu í Hafnarfirði og í nokkrum minni úrræðum,“ segir Þórhildur.Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossinsÚtlendingastofnun tók Víðines á leigu í fyrrahaust og flutti um fjörutíu hælisleitendur þar inn í október, eftir að veggjalús kom upp í Bæjarhrauni. Þórhildur segir að aldrei hafi staðið til að húsnæðið í Víðinesi yrði nýtt til langframa. „Það var upphaflega gerður samningur til þriggja mánaða og svo var hann framlengdur,“ útskýrir hún. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að ákveðið hafi verið að auglýsa húsnæðið í Víðinesi til leigu. Hann býst við að auglýsing verði birt í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 130 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í júní. Heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80 prósent fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs. Áætlar Útlendingastofnun að umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi geti farið upp fyrir 2.000 á árinu. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að skortur hafi verið á viðunandi húsnæði og umönnun fyrir hælisleitendur í fyrra. Aðbúnaður þeirra hafi auk þess ekki verið eins og best verður á kosið. „Ef við horfum fram á áttatíu prósenta fjölgun í ár, þá má búast við að það komi upp sams konar vandamál eða jafnvel meiri. Það hefði mikil óþægindi í för með sér fyrir alla. Það yrði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt,“ segir hann. „Við göngum út frá því að stjórnvöld séu að undirbúa sig til þess að geta hýst þennan fjölda sem er væntanlegur og eins að þau tryggi skjóta, skilvirka og vandaða málsmeðferð í málum þeirra, þannig að málin tefjist ekki lengi. Það er dýrt og auðvitað mjög slæmt fyrir þá sem þurfa að bíða úrlausnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira